Líklega fallegasta hitakanna á landinu

Hitakannan er mínímalísk með framúrstefnulegu ívafi. Dáldið
Hitakannan er mínímalísk með framúrstefnulegu ívafi. Dáldið "speisuð" jafnvel! mbl.is/Rosendahl

Með auknum kaffigæðum sér fólk sjaldnar hefðbundnar kaffikönnur þar sem margir eru nú farnir að kaupa sér frekar kaffivélar sem hella upp á einn bolla í einu. Það er gott og blessað en það fylgir því þó vissulega sjarmi að eiga góða hitakönnu hvort sem er undir heitt kakó, te eða kaffi. Við veisluglaða fólkið höfum einnig lent í því að þurfa að fá lánaða uppáhellingarvél í veislum því lítið gengur að ætla að hella upp á tugi bolla – einn í einu. 

Að þessu sögðu var Matarvefurinn á vikulegum smart-rúnti sínum í gær og rakst á þessa fallegu könnu sem sést hér að ofan og kallast Penta Thermos. Kannan er nýjasta meistaraverkið frá hönnunarhúsinu Rosendahl og fæst hjá Epal og Kúnígúnd og kostar rúmar 8 þúsund krónur.  

Kannan er mött og kemur í svörtu, gráu og tvílitu en fyrri lína framleiðandans Grand Cru er minni í sniðum og ekki í eins mikilli þrívídd. Þær könnur koma í fleiri litum.

Að því sögðu læðum við hér með myndum af öðrum afar fögrum hitakönnum með því vissulega er samkeppnin um fegrustu könnuna hörð.

Tvílita kanna sem tekur morguninn upp á næsta plan.
Tvílita kanna sem tekur morguninn upp á næsta plan. mbl.is/Rosendahl
Grand Cru-kannan frá Rosendahl er mun nettari og kemur í …
Grand Cru-kannan frá Rosendahl er mun nettari og kemur í mörgum litum. mbl.is/Rosendahl
Þessi er virkilega smart og kallast Beak. George Jensen smartkóngur …
Þessi er virkilega smart og kallast Beak. George Jensen smartkóngur hannaði þessa elsku en hún fæst í Kúnígúnd og kostar 21.190 kr. mbl.is/GJ
Beak frá George Jensen í mattri áferð.
Beak frá George Jensen í mattri áferð. mbl.is/GJ
Stelton er kóngur kaffisins og í miklu uppáhaldi hjá fagurkerum. …
Stelton er kóngur kaffisins og í miklu uppáhaldi hjá fagurkerum. Stelton framleiðir t.d. pressukönnu í mjög fallegri útfærslu sem kallast Theo og fæst í Epal. mbl.is/Stelton
Geo-hitakannan er sköpunarverk Nicholai Wiig Hansen fyrir Normann Copenhagen. Kannan …
Geo-hitakannan er sköpunarverk Nicholai Wiig Hansen fyrir Normann Copenhagen. Kannan fæst meðal annars hjá Líf og list og kostar 11.950 krónur. mbl.is/Líf og List
Grunwerg-kaffikanna fæst hjá Byggt og búið og kostar frá 3.990 …
Grunwerg-kaffikanna fæst hjá Byggt og búið og kostar frá 3.990 krónum. mbl.is/Byggt og búið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert