Þessir fimm íslensku kokkar þykja skara fram úr

Þeir fimm fræknu sem komust áfram í undanúrslitin sem fara …
Þeir fimm fræknu sem komust áfram í undanúrslitin sem fara fram næst komandi laugardag. mbl.is/

Undanúrslit í Kokki ársins 2017 fóru fram á Kolabrautinni í Hörpu í gær. 12 keppendur tóku þátt og mun fimm þeirra keppa til úrslita laugardaginn 23.sept. Þeir fimm sem komust áfram og munu keppa um titilinn Kokkur ársins 2017 eru:

  • Víðir Erlingsson Bláa lóninu
  • Rúnar Pierre Heriveaux Grillinu Hótel Sögu
  • Garðar Kári Garðarsson Deplar Farm / Strikinu
  • Hafsteinn Ólafsson Sumac Grill + Drinks
  • Bjarni Viðar Þorsteinsson Sjávargrillinu

„Úrslitakeppnin fer fram í Hörpu 23. september, Keppendur elda þriggja rétta matseðil úr svokallaðri leynikörfu; þ.e. keppendur fá að vita um morguninn úr hvaða hráefni þeir eiga að elda og hafa svo 5 klst til að undirbúa matinn. Húsið er opið fyrir alla gesti frá kl. 12-18, eftir það er aðeins opið fyrir gesti sem hafa tryggt sér miða á viðburðinn þar sem Gummi Ben., Eyþór Ingi og landsliðið munu sjá um stemninguna samhliða keppninni,“ segir í fréttatilkynningu frá Klúbbi matreiðslumeistara.

Áhugasamir geta pantað miða á herlegheitin á andres@garri.is

Dómnefndin er skipuð mörgum færustu matreiðslumönnum landsins. Hér fara þeir …
Dómnefndin er skipuð mörgum færustu matreiðslumönnum landsins. Hér fara þeir yfir stöðuna. mbl.is/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert