Stóra lekamálið hefur verið leyst

Væntanlegir notendur Snyrtipinnans eru þó áætlaðir örlítið yngri en myndin …
Væntanlegir notendur Snyrtipinnans eru þó áætlaðir örlítið yngri en myndin af uppfinningamanninum gefur til kynna. mbl.is/
Snyrtipinninn er ný uppfinning eftir Jón Pál Leifsson sem margir foreldrar munu án efa fagna en um er að ræða pappabox sem fer í kringum íspinna að minnka subbuskapinn sem ósjaldan skapast við íspinnaát.
Þetta er því ákveðin lausn í Stóra Lekamálinu sem margir foreldra ungra barna þekkja, þegar helmingurinn af ísnum fer í munninn, 30% fer í fötin og afgangurinn í sætið. „Við munum dreifa þessu í sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu á næstu vikum,“ segir uppfinningamaðurinn Jón Páll en hann vann verkefnið fyrir Emmessís. Aðspurður um hvort margnota snyrtipinni sé væntanlegur svara Jón „Við vildum byrja á því að búa til þessa lausn úr pappír og sjá hver viðbrögðin eru áður en við förum að framleiða fjölnota Snyrtpinna úr öðru efni en það kemur alveg til greina að skoða það í framhaldinu.“
Snyrtipinninn hentar jafnt fyrir íspinna og frostpinna.
Snyrtipinninn hentar jafnt fyrir íspinna og frostpinna. mbl.is/
Fyrir hámarks árangur má bæta við lítilli servéttu í botninn …
Fyrir hámarks árangur má bæta við lítilli servéttu í botninn á Snyrtipinnanum. mbl.is/
mbl.is/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert