Veist þú hvernig álpappírinn á að snúa?

Álpappír er vinsæl eldhúsvara.
Álpappír er vinsæl eldhúsvara. mbl.is

Það er ekki sama hvernig álpappírinn snýr – eða hvað? Eins og flestir hafa tekið eftir er álpappírinn ekki eins báðum megin. Öðrum megin er hann háglansandi og fínn en hinum megin mattur og fremur lágstemmdur. En hver er munurinn?

Álpappír eins og við könnumst við hann kom fyrst á markað rétt eftir aldamótin 1900. Hann náði fljótlega töluverðum vinsældum enda til margs nýtur. Það er þó helst í eldamennsku sem hann þykir ómissandi enda hitaþolinn með eindæmum. Það er þó eitt sem ber að varast og það er að setja hann í örbylgjuofn. Endar það í öllum tilfellum illa og fólk því betur almennt meðvitað um þann háska sem því getur fylgt.

Álpappírinn þykir hið mesta þarfaþing í grillmennsku. Hægt er að pakka kartöflum og annarri fæðu í hann og elda þannig en álbakkar eru einnig vinsælir til að allur safinn leki ekki af matnum eða til að vernda hann fyrir logunum af grillinu.

En þetta vita nú flestir. En þá afhjúpum við svarið við spurningunni: Skiptir máli hvernig pappírinn snýr? Svarið er nei. Einungis er um áferðarmun að ræða sem hefur ekkert að gera með virkni hans. Því geta lesendur Matarvefjarins hætt að velta þessari mikilvægu spurningu fyrir sér og leikið sér með álpappírinn eins og þá listir. Hins vegar er hann ekkert sérlega umhverfisvænn og fólki því bent á að nota hann sparlega og hafa í huga að álpappír er ekki einnota.

Samsæriskenningasinnar ganga gjarnan um með höfuðfat úr álpappír til að …
Samsæriskenningasinnar ganga gjarnan um með höfuðfat úr álpappír til að verja heila sinn fyrir rafsegulbylgjum, hugsanalestri eða hugarstjórnun. Wikipedia
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka