Ekki henda mygluðum brauðosti

Eirný í ljúfmetisverslun sinni Búrinu. Eirný er líklega einn mesti …
Eirný í ljúfmetisverslun sinni Búrinu. Eirný er líklega einn mesti ostasérfræðingur landsins. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Við á Matarvefnum erum í stöðugri símenntun til að geta miðlað fróðleik til ykkar, kæru lesendur. Nú er það osturinn. Á sérlega skemmtilegu ostanámskeiði hjá Eirný Sigurðardóttur lærðum við að mygla á osti er mismunandi og misholl. 

Annars vegar er um að ræða myglu með rótum og hins vegar yfirborðsmyglu. Mygla með rótum leggst á ost með blautu yfirborði eins og rjómaost, riacotta og í raun jógúrt, rjóma og skyr líka. Því þýðir ekki að skafa bara efsta lagið af slíkum matvörum og nota heldur þarf að henda öllu því myglan hefur skotið rótum og sést í raun ekki fyrr en það hefur gerst. 

Brauðostum og harðari ostum eins og parmesan má vel skella undir vatn og þvo mygluna af og halda áfram að nota þar sem um yfirborðsmyglu er að ræða sem fer af við þrif eða sé hún skorin frá. 

Takk Eirný!

Góður ostur er tilvalinn á veisluborð.
Góður ostur er tilvalinn á veisluborð. mbl.is/Skjáskot Self.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert