Hefur þú þrifið hraðsuðuketilinn nýlega?

Það vill gleymast að þvo hraðsuðuketilinn.
Það vill gleymast að þvo hraðsuðuketilinn. mbl.is/skjáskot

Hraðsuðuketill er eitt af þessum heimilistækjum sem eiga það til að gleymast þegar kemur að heimilisþrifum. Það þarf hins vegar að þrífa hann eins og önnur heimilistæki og já - hann safnar í sig órheinindum eins og annað. En hvernig er best að þrífa hann?

Aðferðin er í raun alveg merkilega einföld. Setjið jöfn hlutföll af vatni og ediki í ketilinn. Látið suðuna koma upp og sjóðið í nokkra stund. Skúbbið ketilinn síðan að innan með uppþvottabursta. Setjið síðan hreint kalt vatn í ketilinn og sjóðið. Endurtakið tvisvar til að losna við allt edikbragð.

Gerið þetta reglulega og munið að setja alltaf kalt vatn í ketilinn en ekki hitaveituvatn.

Flóknara er það ekki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert