Kjötkompaní opnað út á Granda

Jón Örn matreiðslumeistari færir út kvígarnar í nóvember þegar hann …
Jón Örn matreiðslumeistari færir út kvígarnar í nóvember þegar hann opnar nýja verslun að Grandagarði.

Kjötkompaní er víðfræg kjötverslun meðal gourmetunnenda en lambakonfektið þeirra þykir á heimsvísu. Nú geta miðbæjarkokkar glaðst því verslunin sem hefur hingað til einungis verið í Hafnarfirði verður opnuð á Grandagarði fyrstu helgina í nóvember í húsnæði því er Matarbúrið var áður. Matarbúrið hefur lagt niður verslun sína en eigendur þess hyggjast einbeita sér að búskap og ræktun á nautakjöti.

Jón Örn Stefánsson matreiðslumaður og eigandi Kjötkompaní er hæstánægður með nýju staðsetninguna en fyrirtækið er 8 ára gamalt fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað í miðju hruni 2009. „Konseptið var þá búið að vera að gerjast hjá okkur í nokkur ár. Við leggjum gríðarlega áherslu á gæði og góða þjónustu en við reynum að framleiða sem mest sjálf af þeim vörum sem við seljum í búðinni. Við erum mjög kröfuhörð á það kjöt sem við erum að meðhöndla og leggjum mikið uppúr því að kjötið fái góða verkun hjá okkur áður en við seljum kjötið frá okkur, sem dæmi látum við ekki frá okkur nautasteik nema kjötið sé buið að fá að hanga í sirka 25 – 35 daga,“ segir Jón en fyrirtækið býður einnig upp á veisluþjónustu og framleiðir sínar eigin sósur og meðlæti. 

„Við komum til með að reyna að bjóða uppá sama úrval og í Hafnarfirðinum þó að verslunin á Grandanum sé aðeins minni,“ segir Jón spenntur fyrir því að bætast í girnilegt hágæðamatarframboðið á Grandagarði sem ætti í raun að heita Gourmetgarður.

Kjötkompaní er ævintýraleg kjötverslun.
Kjötkompaní er ævintýraleg kjötverslun.
Kjötkompaní er fjölskyldurekið fyrirtæki þar sem menn kunna vel til …
Kjötkompaní er fjölskyldurekið fyrirtæki þar sem menn kunna vel til verka.
Jólalamb að hætti Kjötkompaní. Það er gaman að koma við …
Jólalamb að hætti Kjötkompaní. Það er gaman að koma við í versluninni og fyllast innblæstri fyrir eldamennskuna.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert