Lirfur í jarðaberjunum gera vart við sig

Lirfan var agnarsmá og umkringd eggjum.
Lirfan var agnarsmá og umkringd eggjum. mbl.is/Skjáskot Facebook

Eyleif Ósk Gísladóttir birti mynd af jarðaberi sem lítil lirfa hafði gert sig heimkomin í, í grúppunni Keypt í Costco Ísl. - Myndir og verð. Eyleif tók fundinum af stóískri ró. „þetta þýðir bara að þetta sér ekki stútfullt af eitri. Þetta er lirfa og góður fjöldi af eggjum sýnist mér,“ sagði Eyleif þegar Matarvefurinn heyri í henni. 

Meðlimir grúppunnar höfðu flestir mikinn húmor fyrir fundinum og hvöttu Eyleifi til að setja lirfuna í krukku og fylgjast með hvort úr yrði fagurt fiðrildi eða annað gæludýr.

Allavega einn viðskiptavinur til viðbótar segist í þræðinum einnig hafa rekist á slíkt hið sama svo við hvetjum fólk til að skola og skoða berin vel því auðvitað getur náttúran athafnað sig á þennan hátt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert