Jamie Oliver hækkar verðið á gosi

Jamie vill meiri hollustu og minni sykur.
Jamie vill meiri hollustu og minni sykur. mbl.is/

Stjörnukokkurinn Jamie Oliver hækkaði verðið á sykruðum gosdrykkjum á veitingastöðum sínum undir nafninu Jamie's Italian á Bretlandi um 10 pens, eða um 14 krónur. Í kjölfarið minnkaði salan á þeim um 9%. Veitingastaðakeðjan endurhannaði jafnframt matseðilinn þar sem útskýrt var að hækkunin rynni til góðgerðarmála.

Of mikil neysla sykraðra drykkja hefur verið tengd við meiri áhættu á ýmsum heilsufarsvandamálum á borð við offitu, sykursýki, hjartasjúkdóma og tannskemmdir.

Oliver hefur verið mikill stuðningsmaður sykurskatts en yfirvöld í Bretlandi ætla að setja skatt á sykraða drykki frá og með apríl á næsta ári.

Jamie Oliver er ötull talsmaður hollustu.
Jamie Oliver er ötull talsmaður hollustu. Thinkstock / Getty Images
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert