Leynitrixið til að láta blómin endast lengur

Það borgar sig að láta blómin endast.
Það borgar sig að láta blómin endast. mbl.is/

Það getur verið ákaflega svekkjandi þegar forláta blómvöndur gefur upp öndina langt fyrir aldur fram. Flestir kunna einhver góð ráð eins og að setja sykur úr í vatnið en þessi uppskrift kemur frá Brooklyn Botanic Gardens og ætti sá ágæti staður að vita betur en flestir hvað virkar best þegar kemur að umhirðu blóma. 

Uppskriftin er einföld og inniheldur einungis fjögur efni sem að öllum líkindum eru til á heimilinu nú þegar.

Heimagerð blómanæring

  • 1 teskeið sykur
  • 1 teskeið klór
  • 2 teskeiðar sítrónu- eða limesafi
  • 1 lítri volgt vatn

Virknin er sögð einföld. Kolvetnin í sykrinum næra blómin, klórinn drepur bakteríur og sýran úr sítrusávextinum stillir af pH-gildi vatnsins. Hvað hitastigið varðar mæla sérfræðingar alla jafna með því að nota volgt vatn þar sem það hjálpi blómunum að drekka hraðar.

Eina undantekningin eru plöntur á borð við túlípana sem þrífast langbest í köldu vatni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert