Tobleronemús úr smiðju Nigellu

Það kemur vel út að bera músina fram í krukkum …
Það kemur vel út að bera músina fram í krukkum eða glösum. mbl.is/Anna Björk

Ég er ein af þeim sem elska Toblerone. Mín vegna mætti það vera í flestum mat og tobleroneís er sérlega vinsæll á hátíðarborðinu eða allt þar til tobleronemúsin tók við.

Hér gefur að líta uppskrift frá

<a href="https://sites.google.com/a/annabjorkmatarblogg.com/anna-bjoerk-matarblogg/heima/eftirrettir/toblerone-mousse" target="_blank">matarbloggaranum Önnu Björk</a>

sem segir að uppskriftin eigi rætur að rekja til sjálfrar Nigellu Lawson.

Við getum því fullyrt að þetta sé skotheld og góð uppskrift enda dylst það ekki nokkrum manni sem hefur lágmarksvit á tobleronemús.

<strong>Tobleronemús úr smiðju Nigellu</strong>
  • 200 g Toblerone, grófsaxað
  • 450 rjómi, þeyttur
  • 3 eggjahvítur, stífþeyttar
<b>Skraut:</b> <ul> <li>Toblerone, grófsaxað</li> </ul> <b>Aðferð:</b><br/><ol> <li>Tobleronið er brætt og kælt lítillega og blandað varlega útí þeytta rjómann.  Súkkulaðirjómanum er blandað varlega saman við eggjahvíturnar með sleikju. </li> <li>Sett í falleg glös og skreytt með söxuðu Toblerone.  </li> <li><b>Ath.</b> Hægt að geyma í ísskáp í nokkra klst.</li> </ol>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert