Kynna nýjan lit sem þykir strax umdeildur

Liturinn er ekki bleikur.
Liturinn er ekki bleikur. mbl.is/TheKitcn

Það heyrir víst alltaf til tíðinda þegar Le Creuset kynna nýjan lit til sögunnar. Flestir eru þeir ægifagrir en engu að síður nennir fólk að tuða út í eitt yfir þessu.

Ljóstrað hefur verið upp hver nýjasti liturinn er en hann hefur enn ekki hlotið nafn. Þó er vinnuheitið á honum Lavender en hann er – eins og vinnuheitið gefur til kynna – ljósfjólublár. Er litnum ætlað að vera óður til lavender-engjanna í Frakklandi.

Liturinn er væntanlegur í verslanir vestanhafs í mars 2018 og það verður áhugavert að sjá hvort hann verði vinsæll en hann hefur nú þegar vakið þó nokkuð umtal á samfélagsmiðlum og eru menn þar ekki á eitt sáttir um ágæti hans.

Þetta er nýi liturinn sem er ljósfjólublár og frekar fallegur.
Þetta er nýi liturinn sem er ljósfjólublár og frekar fallegur. mbl.is/TheKitcn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert