Íslenskar steikur merktar bóndabæjum

Mjólkurkýr þykja afbragðsgott hráefni meðal þeirra sem borða kjöt.
Mjólkurkýr þykja afbragðsgott hráefni meðal þeirra sem borða kjöt. mbl.is/Apótekið

Apótek Kitchen bar hefur verið að prófa sig áfram með íslenskt kýrkjöt. „Þetta er kjöt af allt upp í 13 ára gömlum mjólkurkúm sem við höfum handvalið,“ segir Bergdís Örlygsdóttir, markaðsstjóri staðarins. 

Kjötið er nú komið í kjötklefa veitingahússins þar sem það mun hanga í 2 mánuði áður en það verður í boði fyrir gesti staðarins. „Kjötið er „dry aged“ og er algert sælgæti – fáránlega bragðgott og nánast hægt að borða með skeið suma bitana. Kjötið er bara til í takmörkuðu magni en hverri steik fylgja upplýsingar um aldur og af hvaða bæ kýrin kemur,“ segir Bergdís en mun meiri áhersla er nú lög víða um heim á rekjanleika matvæla.

Hérlendis má sjá matvæli í verslunum merkt bændum og jafnvel með myndum af famleiðendum sem er virkilega til fyrirmyndar.

<div></div><div></div>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert