Jólakransar á mettíma og -pening

Ódýrt og fljótlegt. Gott er að spreyja grenið með plöntugljáa …
Ódýrt og fljótlegt. Gott er að spreyja grenið með plöntugljáa svo það haldist lengur grænt og glansandi. Slíkt fæst í stærri blómabúðum. mbl.is/Íris Ann

Matarvefurinn er ekkert ef ekki smekklegur en við viljum þó helst ekki sólunda miklum tíma og peningum í lekkerheit. Hér kemur því jólahúsráð dagsins sem tengist hurðarkrönsum.

Nokkrar vinkonur hittust í síðustu viku með það verkefni að að útbúa hurðar- eða gluggakransa á mettíma og fyrir lítinn pening. Kransarnir hafa svo ýmist endað á útihurðum, í eldhúsgluggum eða á arinveggjum. 

Fyrsta skrefið er að kaupa:

  • Greni (blandað búnt eða fíngert greni) geymið grenið utandyra þar til það er notað 
  • Vír 
  • Járnstykki til að smella efninu ofan í basthringinn
  • Efni í ætt við sléttflauel – fæst meðal annars í Föndru 
  • Basthring eða mjóan stálhring (við notuðum stoðhring sem fæst í Garðheimum)
  • Skraut ef vill svo sem borða, köngla, fugla o.fl 


Flauelskrans: Efnið er klippt niður í lengjur og vafið utan um bastkrans. Vírstykki er notað til að smella efninu föstu (stykkið þrýstist niður í gegnum efnið og ofan í bastið). Einnig má gera hálfgert U úr stífum vír og nota til þess sama.
Greni er svo vírað utan yfir og könglum eða öðru skrauti skeytt ofan á með vír. Fljótlegt og smart.

Þessi krans tók innan við klukkustund í gerð og kostaði …
Þessi krans tók innan við klukkustund í gerð og kostaði innan við 300 krónur en bastkransinn átti húsfrúin frá fyrri árum. mbl.is/Íris Ann

Vírkrans: við leituðum víða að þunnum vírkrönsum en fundum loks svokallaða stoðhringi í útideild Garðheima fyrir örfáa hundrakalla sem dugðu vel til verksins. Þeir eru dökkgrænir en í raun mætti vel spreyja þá gyllta eða svarta. Hringirnir koma í hinum ýmsu stærðum. 
Greni er vírað við hringinn eftir smekk og stór borði hengdur á kransinn. Fallegt er að bæta við könglum eða fuglum (koma gjarnan á smellu).

Eftir mikla leit fundum við þennan granna vírhring í Garðheimum …
Eftir mikla leit fundum við þennan granna vírhring í Garðheimum fyrir rúmar 700 krónur. Hringurinn er staðsettur í útideildinni og er líklega ætlaður í eitthvað allt annað en krans en dugar svo ansi vel. Hann má einnig spreyja gylltan ef þannig stendur á! Greninu er vafið með vír utan um hringinn og slaufa bundin að ofan. Þessi krans með öllu kostaði 3.290 krónur en glimmerfuglinn kostaði þar af 1.290 krónur. mbl.is/Íris Ann

Borðakrans: Hér er notast við gjafaborða og kransinn vafinn með honum líkt og gert var í flauelskransinum. Svo voru teknar greinar af tvennu tagi og festar með vír. Tók 8 mínútur í framkvæmd og kostaði lítið.

Rautt rautt rautt! Skreytingarkonan hér klikkaði á að kaupa efni …
Rautt rautt rautt! Skreytingarkonan hér klikkaði á að kaupa efni til að vefja um kransinn og notaði því ódýran pakkaborða. mbl.is/Íris Ann

Fuglakrans: Þennan fína krans er hægt að kaupa í Garðheimum en síðan var hann skreyttur með gróðri og einum fögrum fugli til hátíðarbrigða.

Þennan fallega krans þurfti lítið annað að gera fyrir en …
Þennan fallega krans þurfti lítið annað að gera fyrir en að víra greni og ericu-greinar við. mbl.is/Íris Ann

Villikrans: Þessi elska er mjög svo einfaldur. Bara bastkrans, nokkrar greinar og seríur. Hann kemur ofsalega skemmtilega út á hurð og er kjörinn fyrir þá sem telja ljós algjörlega nauðsynleg.

Hér er notað meira greni í heðfbundnari stíl.
Hér er notað meira greni í heðfbundnari stíl. mbl.is/Íris Ann

Fagurkerakrans: Þessi er ákaflega lekker – dáldið eins og virðuleg frú með hatt. Einfaldur og fallegur og hér er það erican sem er í aðalhlutverki.

Erica er hér klippt niður og víruð við kransinn. Erica …
Erica er hér klippt niður og víruð við kransinn. Erica (vorlyng) er ódýr haustplanta sem lifir vel utandyra. mbl.is/Íris Ann
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert