Má frysta ferskt pasta?

Lucas Keller lærði matreiðslu á Ítalíu og starfaði á La …
Lucas Keller lærði matreiðslu á Ítalíu og starfaði á La Primavera áður en hann opnaði sinn eigin stað. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Pastavélar halda áfram að vera æði vinsælar í jólapakkann en þá hugsa margir – nenni ég í alvörunni að fara búa til pasta? Þá er gott að kynna sér að það má jú frysta herlegheitin og í raun er pastagerð ekki svo mikið mál komist fólk upp á lagið með hana. 

Við höfðum samband við Lucas Keller á The Coocoo's Nest en hann lærði matreiðslu á Ítalíu og er mjög lunkinn í pastagerð.

„Það má frysta deigið en betra er að frysta pastað sjálft t.d. í breiðum. Ravioli er þó einna hentugast að frysta,“ segir Lucas en hann segir að það sé munur eftir tegundum hvaða pasta sé gott að frysta. Best sé að frysta pastað tilbúið í boxum því það sé brothætt þegar það er orðið frosið og geti því molnað í pokum. 

Lucas segist þó alltaf gera ferskt pasta daglega á The Coocoo's Nest enda bjóði þau aldrei upp á annað en ferskt pasta og það sé ekki einu sinni frystir á staðnum. Hann viðurkennir þó að afgangarnir fái stundum að fara í frystirinn heima því það sé algjörlega bannað að henda mat og hvað þá handgerðu pasta!

Pastavélar eru ákaflega vinsælar en þessa týpu má einnig nota …
Pastavélar eru ákaflega vinsælar en þessa týpu má einnig nota til að fletja út taco að sögn Lucasar. mbl.is/Rafland.
Heimagert pasta má leika sér með og nota t.d. smokkfiskblek, …
Heimagert pasta má leika sér með og nota t.d. smokkfiskblek, matarlit eða kol til að lita það svart. mbl.is/Kristinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert