Sesarsalat letingjans

Einfalt og brakandi ferskt salat með heimagerðum brauðteningum.
Einfalt og brakandi ferskt salat með heimagerðum brauðteningum. mbl.is/Bonappetit

Það er kannski ekki sanngjarnt að kalla þetta „salat letingjans“ en það er það engu að síður. Hér færðu hinn fullkomna grunn að góðu sesarsalati eða byrjun á frábærri máltíð með því að bæta t.d. kjúklingi við uppskriftina.

Sesarsalat letingjans

  • ½ brauð, t.d. súrdeigsbrauð
  • Ólífuolía
  • Sjávarsalt
  • Pipar
  • Hvítlauksrif
  • 1 pakki ansjósur í olíu
  • 2 msk. dijon-sinnep
  • 2 msk. ferskur sítrónusafi
  • 2 msk. Hellmann´s majónes
  • Nýrifinn parmesan-ostur
  • Salatblöð, romain lettuce eða annað blandað salat

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 220°. Rífið innan úr brauðinu litla mola (ekki skorpuna með) og setjið í skál. Setjið ca. 3 msk. af ólífuolíu yfir og saltið og piprið. Blandið vel saman við brauðið og setjið á bökunarplötu. Hitið í ofni í 10-12 mínútur og veltið aðeins brauðmolunum inn á milli.
  2. Saxið hvítlaukinn mjög smátt eða rífið hann niður. Takið eina ansjósu og maukið hana aðeins niður og setjið út í með hvítlauknum ásamt sinnepi, sítrónusafa og majónesi. Hrærið vel saman.
  3. Blandið því næst 1/3 bolla af ólífuolíu hægt út í blönduna en ekki hætta að hræra í á meðan.
  4. Rífið niður salatblöð og blandið þeim út í dressinguna og veltið þeim upp úr. Saltið og piprið.
  5. Bætið við rifnum parmesan-osti og hluta af brauðteningunum og blandið vel saman.
  6. Setjið salatið á disk og dreifið meiri parmesan og brauðteningum yfir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert