Gómsætur lax með geggjuðu pestó

Bakaður lax með heimalöguðu pestó.
Bakaður lax með heimalöguðu pestó. mbl.is/Thecookierookie.com

Við þurfum ekkert að fara mörgum orðum yfir hversu hollur og góður laxinn er. Hér er hann baðaður upp úr smjöri, hvítvíni og sítrónusafa áður en hann er settur inn í ofn. Í lokin er laxinn borinn fram með geggjuðu pestó, en það má að sjálfsögðu nota búðarkeypt þó að við mælum eindregið með að útbúa það sjálf. Enda tekur það litla sem enga stund ef þú átt hráefnin í það.

Gómsætur lax með geggjuðu pestó

(Í uppskriftinni er ekki talað um hversu mikill lax á að vera en okkur sýnist að uppskriftin miðist við fjóra væna bita - þ.e. fyrir fjóra)

  • Lax
  • Salt og pipar
  • 3 msk. saltað smjör
  • ¼ bolli hvítvín eða kjúklingakraftur
  • 2 msk. ferskur sítrónusafi

Pesto:

  • 2 bollar fersk basilika
  • 2 hvítlauksrif, marin
  • ½ bolli valhnetur
  • ½ bolli parmesan-ostur
  • 1 msk. sítrónusafi
  • ½ bolli ólífuolía

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 190°. Leggið laxinn á bökunarpappír á bökunarplötu, saltið og piprið.
  2. Bræðið smjör og blandið saman við hvítvín og sítrónusafa í litla skál og penslið því yfir laxinn.
  3. Bakið laxinn í 12-15 mínútur eða þar til hann er eldaður í gegn.
  4. Pestó: Setjið öll hráefnin í blandara og blandið vel saman. Ef þér finnst pestóið vera of þykkt má bæta við smávegis af ólífuolíu.
  5. Setjið pestó-blöndu ofan á laxabitana og dreifið söxuðum valhnetum yfir. Berið fram strax.
Allt hráefnið í pestó-blönduna fer saman í blandarann.
Allt hráefnið í pestó-blönduna fer saman í blandarann. mbl.is/Thecookierookie.com
mbl.is/Thecookierookie.com
mbl.is/Thecookierookie.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert