Einföld skyrkaka með Daim-kurli

mbl.is/Berglind Guðmundsdóttir

Þetta er einn af þessum eftirréttum eða veisluréttum sem klikka aldrei. Hér í sjóðheitri og bragðlaukatryllandi útgáfu Berglindar Guðmundsdóttur á GRGS.is.

Maður heinlega þarf ekki meira...

Einföld skyrkaka með Daim-kurli

  • 1 pakki hafrakex með súkkulaði
  • 70 g smjör
  • 2 pakkar Daim-kurl
  • 500 ml rjómi
  • 1 stór dós vanilluskyr
  • 1 askja hindber

Aðferð:

  1. Myljið kexið smátt.
  2. Bræðið smjör og blandið mulda kexinu saman við. Setjið blönduna í bökunarform (26 cm) og geymið í kæli þar til botninn hefur harðnað.
  3. Setjið helminginn af Daim-kurlinu yfir botninn.
  4. Þeytið rjómann og blandið saman við vanilluskyrið. Setjið yfir kexbotninn og yfir það setjið þið afganginn af Daim-kurlinu og berin.
  5. Setjið plastfilmu yfir og geymið í ísskáp í 6 klst. áður en hún er borin fram.
mbl.is/Berglind Guðmundsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert