Kampavín Brad Pitt er uppselt

Brad Pitt er að gera það gott með kampavínsbúgarðinn sinn …
Brad Pitt er að gera það gott með kampavínsbúgarðinn sinn í Frakklandi. Mbl.is/Fleur de Mirival Champagne

Hollywoodleikarinn er ekki bara myndarlegur, heldur er hann einnig eigandi að kampavínsbúgarði í Frakklandi – sem gerir það gott.

 The Pierre Peters Champagne, er staðsett í litlu þorpi í franskri sveit, þar sem kampavínið er bruggað í kjallara sem nýverið hefur fengið yfirhalningu – en Brad keypti búgarðinn árið 2012 og hefur síðan þá breytt þrúgum í töfra í flösku. Brad hefur reynt að mæta eftirspurn neytandans með kampavín í rósa-stíl og með víninu, Fleur de Miraval, hefur hann náð athygli víðs vegar um heiminn. Alls var fyrirhugað að framleiða 20 þúsund flöskur í október sem nú þegar eru uppseldar, þá að mestu leyti til hágæðaveitingahúsa og -hótela. En gott vín sprettur ekki upp á einni nóttu, því kampavín krefst þolinmæði, rétts jarðvegs, góðs veðurs og ástríðu –  þess vegna var verkefnið, Fleur de Miraval‘, ekki kynnt til leiks í rúm fimm ár.

 Nýi kjallarinn mun einnig færa okkur nýtt kampavín, því með haustinu kemur nýtt vín á markaðinn að nafni ER3. Vínið er nánast koparlitað með örlítlum rósarkeim sem mun gleðja augað er víninu er hellt í glasið.

Mbl.is/Fleur de Mirival Champagne
Mbl.is/Peter Mikelbank
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert