Fiskréttur sem smellpassar inn í vikuna

Æðislegur fiskréttur sem smellpassar inn í vikuna.
Æðislegur fiskréttur sem smellpassar inn í vikuna. mbl.is/Jamie Oliver

Virkilega spennandi uppskrift úr smiðju Jamies Oliver þar sem fiskur er í aðalhlutverki í bland við skemmtilegt meðlæti. Kúskús er vanmetið meðlæti að okkar mati en hér leikur það stórt hlutverk og við skorum á ykkur að prófa.

Fiskréttur sem smellpassar inn í vikuna

  • 150 g kúskus
  • 4 hvítlauksrif
  • Ólífuolía
  • 250 g þroskaðir kirsuberjatómatar
  • 250 g aspas
  • 2 kúfaðar teskeiðar rose harissa
  • 2 x 150 g fiskiflök
  • 1 sítróna
  • 2 msk. hrein jógúrt

Aðferð:

  1. Setjið kúskus í skál og bætið klípu af sjávarsalti og svörtum pipar út í. Sjóðið vatn og hellið yfir samkvæmt leiðbeiningum. 
  2. Afhýðið og skerið hvítlaukinn í sneiðar - setjið á pönnu á meðalhita ásamt 1 msk. af olífuolíu. Bætið tómötunum á pönnuna. Skerið aspasinn niður og setjið á pönnuna - kryddið allt með salti og pipar. 
  3. Nuddið harissamaukinu yfir fiskinn og leggið ofan á grænmetið. Raspið sítrónubörkinn yfir og kreistið helmingnum af sítrónusafanum yfir. Bætið við 150 ml af vatni, setjið lok á og eldið í 5 mínútur - eða þar til fiskurinn er eldaður í gegn. 
  4. Hrærið aðeins upp í kúskúsinu. Blandið smávegis af harissa saman við jógúrtina og hellið yfir fiskinn og kúskúsið. Berið fram með sítrónubátum til að kreista yfir. 

Uppskrift: Jamie Oliver

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka