Matarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina

Matarmarkaður Íslands í Hörpu, sem jafnframt er stærsti og elsti matarmarkaður landsins, verður haldinn í Hörpu nú um helgina. Það eru þær stöllur Hlédís Sveinsdóttir og Eirný Sigurðardóttir sem standa að baki markaðnum.

Hugmyndina fengu þær 2011 en þá var Hlédís formaður Beint frá býli og Eirný átti og rak ljúfmetisverslunina Búrið. Matarmarkaður Íslands hefur verið haldin reglulega í 12 ár.

Matarmarkaðir eru sérstök upplifun fyrir gesti því það myndast skemmtileg stemning á þeim. Þeir skipta líka miklu máli fyrir framleiðendur til að kynna sig og sína framleiðslu. Ná þessu samtali við kúnnann og geta sagt frá því sem liggur að baki vörunni.

Það eru fjölbreyttar vörur sem fást á svona markaði. Súrt og sætt, feitt og ætt. Þar má líka finna matarhandverk sem hentar  ekki bara vel í aðventu- og jólamatinn heldur líka í jólagjafir. Það er mjög sniðugt að gefa fallegan mat með sögu í jólagjöf. Matarævintýri fyrir þau sem eiga allt. Það skemmtir heldur ekki fyrir að geta gefið framleiðandanum fimmu í leiðinni. Öll eiga þau það skilið. 

Matarmarkaður Íslands er í Hörpu um helgina 17-18 desember. Opið frá 11 til 17 báða daga. Aðgangur ókeypis. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka