Hefur drukkið yfir 14 þúsund kampavín

Ef það er einhver maður sem þykir hafa sérfræðiþekkingu á kampavíni er það kampavínssérfræðingurinn Richard Juhlin en hann sendi á dögunum frá sér bók sem kalla mætti biblíu kampavínsáhugamannsins.

Richard hefur frá árinu 1998 smakkað yfir 14 þúsund kampavín og á þar með heimsmet í þeim efnum, en hann er sænskur rithöfundur sem sérhæfir sig í kampavíni. Hann hefur skrifað í tímarit á borð við Spectacle du Monde, La Revue de Champagne, Decanter, Wine International, Fine Wine, svo einhver séu nefnd. Richard er einnig stofnandi ChampagneClub.com, sem þykir ein fróðlegasta vefsíðan í kampavínsheiminum.           

Richard var að senda frá sér nýja bók, Champagne Magnum Opus, sem inniheldur ótal sögur og fróðleik sem hann hefur aflað á 30 ára ferli. Bókin er hvorki meira né minna en 446 blaðsíður og er prýdd glæsilegum myndum eftir ljósmyndarann Pål Allan. Hér er á ferðinni bók sem allir áhugamenn um flauelsmjúkt kampavín mega ekki láta fram hjá sér fara en bókin fæst meðal annars HÉR.

Sænski kampavínskóngurinn Richard Juhlin.
Sænski kampavínskóngurinn Richard Juhlin. mbl.is/Pål Allan
Stórglæsileg bók!
Stórglæsileg bók! mbl.is/Pål Allan
mbl.is/Pål Allan
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert