Orkuskot Júlíu gerir kraftaverk

Júlía Magnúsdóttir heilsumarkþjálfi á sér sína uppáhaldsblöndu, orkuskot, sem hún …
Júlía Magnúsdóttir heilsumarkþjálfi á sér sína uppáhaldsblöndu, orkuskot, sem hún segir að geri kraftaverk fyrir líkama og sál. Samsett mynd

Gott orkuskot gerir kraftaverk fyrir þreytta kroppa, það vita þeir sem þekkja. Júlía Magnúsdóttir heilsumarkþjálfi, stofnandi og eigandi Lifðu til fulls er mikil áhugamanneskja um hreina og góða orku fyrir líkama og sál. Hún á sér sína uppáhaldsblöndu sem hún kallar orkuskot. Orkuskotið fær hún og eiginmaður hennar sér reglulega þegar þau þurfa að fríska upp á líkamann eins og Júlía orðar það sjálf.

Stundum þarf maður að kick-starta líkamann í gang eftir langa hvíld, veikindi, langar vinnutarnir eða frí. Þegar ég finn að ég þarf á extra orku á að halda  finnst mér geggjað að gefa líkamanum orkuskot og fylla hann af vellíðan,“ segir Júlía og bætir við að það sé gott að gera hreinsanir reglulega. Þegar það er kominn tími á hreinsun hjá okkur hjónum þá bý ég til græna djúsa sem við drekkum yfir daginn og síðan endum við dagana yfirleitt á léttum kvöldverðum.“

Grænir drykkir fara vel í maga og steinselja er fegurðarfæða

Aðspurð segir Júlía að grænir drykkir fari vel í magann og geta verið sérstaklega vatnslosandi og hreinsandi sem hjálpar gegn uppþembu og bjúgsöfnun. Basísku eiginleikar græna drykksins hjálpa líkamanum einnig að losna við sykurlöngun. Ég elska myntu og nota hana því óspart í drykkina mína enda er mynta frábær fyrir bætta meltingu og einbeitingu. Það má sjálfsagt nota steinselju í staðinn eða jafnvel bæði fyrir ævintýragjarna en steinselja er talin vera ein helsta fegurðarfæðan. Bæði mynta og steinselja eru mjög góðar kryddjurtir til að nota í græna djúsa.

Orkuskotið er fagurgrænn drykkur sem gleður.
Orkuskotið er fagurgrænn drykkur sem gleður. Ljósmynd/Júlía Magnúsdóttir

Orkuskot Júlíu

  • 1 gúrka
  • 2 græn epli
  • 1 sítróna
  • 1 límóna
  • Handfylli spínat eða grænkál
  • Handfylli fersk mynta
  • Engiferbútur

Aðferð:

  1. Setjið allt í gegnum safapressu og njótið. 
Nærandi morgunverður fyrir þá sem vilja aukinn kraft.
Nærandi morgunverður fyrir þá sem vilja aukinn kraft. Ljósmynd/Júlía Magnúsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert