Lambakótelettur í raspi eins og þær gerast bestar

Hver elskar ekki lambakótelettur í raspi?
Hver elskar ekki lambakótelettur í raspi? Ljósmynd/Ingunn Mjöll

Margir eiga góða minningar um lambakótelettur í raspi enda hafa þær notið mikilla vinsælda hjá þjóðinni í áranna rás. Það er einhver nostalgía við þessa kótelettur og hefðin hefur verið að bera þær fram með kartöflum, grænum baunum, rabarbarasultu og engri sósu. Hver og einn getur þó valið það meðlæti sem honum þykir best. Ingunn Mjöll sem heldur úti vefsíðunni Íslandsmjöll á heiðurinn af þessari uppskrift og borðar hún kóteletturnar með grænum baunum og sultu og hefur ekki sósu með. 

Lambakótelettur í raspi

  • Fyrir 3
  • 8-10 kótelettur, um það bil 3-4 á mann
  • Brauðrasp að eigin vali
  • 1 egg
  • Krydd eftir smekk, Ingunn notar Season all
  • Smjör

Aðferð:

  1. Setjið brauðrasp í skál og þeytið eggið í annarri skál, skolið kóteletturnar og þerrið aðeins, veltið þeim síðan fyrst upp úr egginu og svo brauðraspinu.
  2. Bræðið smjörið á pönnu á hæsta hita, setjið kóteletturnar á pönnuna og þegar þið sjáið að safinn á kjötinu er farinn að koma upp, snúið þeim þá við og lækkið hitann á pönnunni, setjið lokið á og látið malla í um það bil 20-25 mínútur.
  3. Berið fram með því sem hugurinn girnist eða á gamla mátann, með kartöflum, grænum baunum og sultu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert