Von á tilboði frá Marseille í Cisse

Djibril Cisse fagnar marki fyrir Liverpool í bikarúrslitaleiknum gegn West …
Djibril Cisse fagnar marki fyrir Liverpool í bikarúrslitaleiknum gegn West Ham í síðasta mánuði. Reuters

Enskir fjölmiðlar segja í dag að reiknað sé með því að franska knattspyrnufélagið Marseille geri Liverpool tilboð í sóknarmanninn Djibril Cisse í þessari viku. Marseille hefur lengi fylgst með gangi mála hjá Cisse með Liverpool og þá hafa frönsku meistararnir í Lyon lýst yfir áhuga á að fá hann í sínar raðir.

Cisse vill sjálfur komast til Frakklands og hefur lýst því yfir að hann sé spenntur fyrir bæði Lyon og Marseille. Við stjórnvölinn hjá Lyon er Gerard Houllier, sem keypti Cisse til Liverpool en fór síðan frá félaginu skömmu síðar.

Cisse, sem er 24 ára, býr sig undir úrslitakeppni HM með franska landsliðinu og hefur verið óspar á yfirlýsingar um að hann vilji komast á brott frá Liverpool þar sem hann hafi ekki fengið nægileg tækifæri þar til að sýna sig og sanna.

Sjá einnig enski.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert