Leni Riefenstal látin 101 árs að aldri

Leni Riefenstahl.
Leni Riefenstahl. AP

Hin umdeilda þýska kvikmyndagerðarkona, Leni Riefenstahl, er látin 101 árs gömul, að því er þýska tímaritið Bunte, greindi frá í vefútgáfu sinni. Haft var eftir ástvini hennar, Horst Kettner, að hún hefði látist í svefni í gærkvöldi á heimili sínu í bænum Pöcking í Bæjaralandi. „Hjarta hennar hætti bara að slá," sagði Kettner. Náinn vinur Riefenstahl, Gisela Jahn, sagði við Bunte að ekki væri ljóst hvenær jarðarförin færi fram. Riefenstahl hefur verið rúmliggjandi að undanförnu vegna aðgerðar sem hún gekkst undir vegna krabbameins en hún fagnaði 101 árs afmæli sínu 22. ágúst síðastliðinn.

Þrátt fyrir að vera mikils metin um heim allan fyrir list sína hefur Riefenstahl alltaf verið umdeild vegna þess að tvö helstu verk hennar voru styrkt af Hitler og nasistunum. Um er að ræða myndirnar Sigur Viljans frá 1934 og Ólympíu frá 1936, sem fjallaði um Ólympíuleikana í Berlín, sem voru haldnir þetta ár í borginni.

Á síðasta ári var fallið frá rannsókn á Riefenstahl er varðaði kynþáttahatur og tengsl hennar við Þriðja ríkið. Málið tengdist myndinni Tiefland frá árinu 1940 og örlögum sígauna, sem voru í aukahlutverki í myndinni.

Riefenstahl öðlaðist einnig frama fyrir ljósmyndir sínar. Myndir hennar af Nuba-ættbálkinum í Súdan á áttunda áratug síðustu aldar þóttu sláandi og vöktu mikla athygli. Ennfremur fór hún að fást við vel heppnaðar neðansjávarmyndatökur. Þrátt fyrir það hefur hún aldrei losnað undan þessum tengslum við Hitler.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes