„Nákvæmlega það sem vantaði!"

Jónsi og Sylvía Rut Sigfúsdóttir, á Stjörnutorgi náttúrlega!
Jónsi og Sylvía Rut Sigfúsdóttir, á Stjörnutorgi náttúrlega! Morgunblaðið/Kristinn

Nýtt lag með Í svörtum fötum er komið í spilun og heitir það „Þrá". Það verður að finna á nýrri plötu sveitarinnar sem væntanleg er á næstu vikum. Þetta er þó skrifað vegna söngkonunnar sem leggur sveitinni lið í laginu. Hún heitir Sylvía Rut Sigfúsdóttir, er sextán ára gömul, og hefur komið fyrir augu landans í þættinum Stjörnuleit á Stöð 2, þar sem fólk spreytir sig í söng. Sylvíu var ekki hleypt áfram af dómurum keppninnar og þótti brotthvarf Sylvíu vera afar dramatískt þar sem músum var brynnt og taugarnar þandar til hins ýtrasta.

Jónsi, söngvari Í svörtum fötum, segir frá ástæðum þess að sveit hans ákvað að leita á náðir Sylvíu vegna söngkafla sem þá vantaði í lagið.

"Það var partur í byrjun lagsins sem við vorum ekki vissir um hvernig við ættum að ganga frá. Það var alla vega á hreinu að ég ætti ekki að syngja þetta en við vorum heldur ekki vissir á hvaða hljóðfæri gæti tæklað þetta. Það var svo þegar ég og konan mín vorum að horfa á Stjörnuleit að við sáum Sylvíu syngja og það var nákvæmlega það sem vantaði!"

Jónsi segir að þeir hafi vélað um rödd Sylvíu og að téður kafli komi fyrir á fjórum stöðum í laginu.

Sylvía segir að hún hafi að sjálfsögðu slegið til þegar hún fékk símtalið frá Jónsa. Hún segir að í fyrstu hafi hún talið þetta grín og það var ekki fyrr en Rósa, kona Jónsa, kom í símann að það tókst að sannfæra hana um að þetta væri ekki gabb.

Sylvía segir að í téðum þætti hafi hún orðið fyrir ákveðnu spennufalli eftir að hafa flutt lagið. Og hún gráti það ekkert að hafa ekki farið áfram, svona eftir á. En spennan hjá keppendum í þættinum sé gríðarleg engu að síður og þetta taki virkilega á.

Sylvía segist að lokum ekkert vita um áframhaldið hjá sér en reynslan og skemmtunin af því að vinna með Í svörtum fötum hafi verið frábær. Bara það að kynnast t.d. vinnu í hljóðveri hafi haft mikið að segja.

Ný plata Í svörtum fötum kemur út í byrjun nóvember.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes