Tvíhöfði snýr aftur

Tvíhöfði mun skjóta upp kollunum á nýjan leik um næstu …
Tvíhöfði mun skjóta upp kollunum á nýjan leik um næstu mánaðamót. Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson

Útvarpsþátturinn Tvíhöfði fer aftur í loftið í byrjun febrúar á útvarpsstöðinni Skonrokki. Umsjónarmenn verða sem fyrr þeir Sigurjón Kjartansson og Jón Gnarr. Þátturinn var lagður af í febrúar árið 2002 en þátturinn mun nú taka við af Zombie, sem þeir Sigurjón og Dr. Gunni hafa stýrt. Dr. Gunni hyggst nú sinna öðrum störfum og segist Sigurjón hafa verið ánægður með samstarfið við hann. Enn fremur fagnar hann endurkomu Jóns í útvarpið.

Saga Tvíhöfða hefur verið ævintýri líkast. Þátturinn byrjaði á Rás 2 á sínum tíma, fluttist svo yfir á Aðalstöðina en síðar fóru þeir félagar á X-ið. Þeir stofnuðu svo eigin útvarpsstöð, Radio og fluttu sig þangað. Síðar varð Radio sameinað X-inu í Radio X, síðar bara X-ið. Þeir félagar eignuðust gríðarlegan aðdáendahóp og hafa m.a. gefið út nokkra hljómdiska. Brotthvarf Tvíhöfða á sínum tíma varð mörgum súrt í broti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes