Robbie Williams gagnrýndur fyrir að tala fallega um fíkniefni

Robbie Williams.
Robbie Williams. mbl.is

Breski söngvarinn Robbie Williams hefur verið gagnrýndur harðlega fyrir að segja frá því í útvarpsviðtali að margar sínar bestu stundir hafi hann átt undir áhrifum fíkniefna.

Segir Williams einu ástæðuna fyrir því að hann neyti ekki kókaíns, alsælu eða áfengis vera þá, að þessi efni geri hann feitan.

Martin Barnes, framkvæmdastjóri samtakanna DrugScope, er berjast gegn fíkniefnaneyslu ungs fólks, segir að þótt hræðsluáróður gegn fíkniefnum dugi jafnan skammt virðist Robbie hafa farið út í hinar öfgarnar með því að gera lítið úr hættunum er slíkri neyslu fylgi.

Frá þessu greinir Ananova.com.

„Reynsla Robbies Williams af fíkniefnum - moldríks söngvara sem er með her af aðstoðarmönnum og ráðgjöfum - er af allt öðrum heimi en raunveruleiki milljóna ungmenna. Fíkniefni eru ekki hættulaus og mesta hættan við þau er svo sannarlega ekki sú að maður fitni,“ sagði Barnes.

Robbie Williams er þrítugur. Hann er edrú núna eftir langa meðferð. Viðtalinu við hann verður útvarpað á Real Radio á jóladag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes