Pink Floyd spilar á Live 8

Pink Floyd á árum áður.
Pink Floyd á árum áður. AP

Nýjar hljómsveitir bætast óðum við þann mikla fjölda sem langar til að koma fram á Live 8 tónleikunum sem haldist verða í næsta mánuði. Nú hefur fengist staðfest að hins fornfræga hljómsveit Pink Floyd ætli að koma fram á tónleikunum í Hyde Park 2. júlí næstkomandi. Um merkisatburð er að ræða en Roger Waters, fyrrum söngvari hljómsveitarinnar, mun spila með Pink Floyd.

Skipuleggjendur tónleikanna, Bob Geldof og Midge Ure, vilja með tónleikunum þrýsta á leiðtoga iðnríkjanna átta, sem fundi í nágrenni Edinborgar í Skotlandi, til að auka fjárframlög til fátækra ríkja í Afríku.

Þá hafa nýir tónleikar bæst við. Þeir verða haldnir í Edinborg í Skotlandi 6. júlí næstkomandi. Þar munu meðal annars koma fram hljómsveitirnar Travis, Snow Patrol og söngkonan Dido.

Roger Waters, einn stofnenda Pink Floyd, hætti í hljómsveitinni árið 1985. Hann hefur ekki spilað með hljómsveitinni í 20 ár.

Fréttavefur BBC greindi frá.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg