Sirry segist hafa verið samningslaus frá 1. des.

Sigríður Arnardóttir, Sirrý, ásamt eiginmanni sínum, Kristjáni Franklín Magnússyni.
Sigríður Arnardóttir, Sirrý, ásamt eiginmanni sínum, Kristjáni Franklín Magnússyni. mbl.is/Jim Smart
Eftir Andra Karl andri@mbl.is
Sjónvarpskonan Sigríður Arnardóttir, Sirrý, sem í vikunni skrifaði undir samning við 365 miðla, segir Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóra Skjás eins, fara með rangt mál í Morgunblaðinu í gær þegar hann segir hana hafa skrifað undir nýjan samning við Skjá einn um liðna helgi. „Ég var með samning við Skjá einn sem sagt var upp 1. desember sl. og síðan þá hef ég ekki haft neinn samning, - hvorki séð né haft undir höndum," sagði Sirrý í samtali við Morgunblaðið.

Sirrý segir að nýr sjónvarpsþáttur, sem hún átti hugmyndina að, hafi verið í bígerð en undirbúningur hafi ekki verið kominn það langt á veg að hún hafi gert samning.

Hún segist hafa lent á milli fyrirtækja sem eru í mikilli samkeppni og harmar það. „Ég fékk svo tilboð frá 365 miðlum um að ganga til liðs við þá og það var tilboð sem ég gat ekki hafnað."

Sjónvarpsáhorfendur geta þó ekki búist við að sjá Sirrý á skjánum alveg á næstunni þar sem Skjár einn hefur ákveðið að nýta sér ákvæði í samningi Sirrýjar, sem sagt var upp 1. desember, þar sem segir að hún megi ekki starfa sem umsjónarmaður sjónvarpsþátta hjá keppinaut í sex mánuði eftir samningslok. Þrátt fyrir það horfir Sirrý björtum augum til framhaldsins. "Það er nóg af verkefnum hérna og mér mun ekki leiðast. En ég get ekki séð að það skaði Skjá einn á nokkurn hátt að ég stjórni morgunsjónvarpi, þeir eru til að mynda ekki með morgunsjónvarp."

Hneykslaður á vanstilltum viðbrögðum

Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, segist ekki geta annað en lýst furðu sinni á upphlaupi forráðamanna Skjás eins. Sú hugmynd hafi kviknað fyrir þó nokkru að bjóða Sirrý starf, sem varð úr. Hann blæs á allar sögusagnir þess efnis að 365 miðlar séu að reyna stela starfsfólki frá öðrum miðlum eins og Magnús Ragnarsson segir í samtali við Morgunblaðið í gær. „Í framhaldi af því að ég heyrði um óánægju sjónvarpsstjóra Skjás eins kynnti ég mér málið, fékk til mín Sirrý, forstöðumann NFS og lögmann fyrirtækisins og við fórum yfir þetta í heild sinni. Sirrý stendur fast við það að hún hafi ekki á nokkurn hátt verið skuldbundin væntanlegri þáttargerð Skjás eins og fullyrðingar um að hún hafi skrifað undir samning við Skjá einn, skömmu áður en við buðum henni starf, eru því augljóslega uppspuni," segir Ari og bætir við að Magnús hafi hins vegar tjáð sér að í samningi Sirrýjar frá því í desember sé ákvæði um að hún megi ekki stjórna sjónvarpsþætti í sex mánuði. „Í framhaldi af því tjáði ég Magnúsi að 365 miðlar myndu virða þessi ákvæði og þrátt fyrir að samningurinn hafi losnað 1. desember sl. göngum við út frá því að Sirrý muni ekki geta stjórnað eða haft umsjón með sjónvarpsþætti í sýningu fyrr en eftir 1. júlí nk."

Ari segir þetta vera niðurstöðuna í málinu og býst ekki við neinum eftirmálum af því. Hann segist hins vegar vera hneykslaður á vanstilltum viðbrögðum sjónvarpsstjóra Skjás eins, og persónulegu skítkasti sem engin innstæða sé fyrir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes