David Beckham segist haldinn árátturöskun

David Beckham viðurkenndi nýlega í sjónvarpsviðtali að hann þjáist af árátturöskun. Segir hann áráttu sína meðal annars birtast í því að hann verði að hafa röð og reglu á hlutunum og láta þá mynda beina línu. Allt þurfi að „vera fullkomið“.

Frá þessu greinir fréttavefurinn Ananova, en það var í viðtali við ITV1 sem Beckham greindi frá þessum kvilla sínum.

„Ég er haldinn árátturöskun sem kemur þannig fram að ég verð að raða öllu í beina línu eða hafa allt tvennt og tvennt saman. Ég set Pepsídósirnar í ísskápinn og ef það er einni of mikið set ég hana í einhvern annan skáp,“ segir Beckham.

„Þegar ég kem á hótel get ég ekki slakað á fyrr en ég er búinn að taka alla bæklinga og bækur sem þar eru og setja ofan í skúffu. Allt þarf að vera fullkomið.“ Beckham segist hafa reynt að hætta þessu, en hann geti það ekki. Félagar sínir í Real Madrid hafi ekki vitað um þetta, en strákarnir í Manchester United hafi strítt sér út af þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes