David Beckham segist haldinn árátturöskun

David Beckham viðurkenndi nýlega í sjónvarpsviðtali að hann þjáist af árátturöskun. Segir hann áráttu sína meðal annars birtast í því að hann verði að hafa röð og reglu á hlutunum og láta þá mynda beina línu. Allt þurfi að „vera fullkomið“.

Frá þessu greinir fréttavefurinn Ananova, en það var í viðtali við ITV1 sem Beckham greindi frá þessum kvilla sínum.

„Ég er haldinn árátturöskun sem kemur þannig fram að ég verð að raða öllu í beina línu eða hafa allt tvennt og tvennt saman. Ég set Pepsídósirnar í ísskápinn og ef það er einni of mikið set ég hana í einhvern annan skáp,“ segir Beckham.

„Þegar ég kem á hótel get ég ekki slakað á fyrr en ég er búinn að taka alla bæklinga og bækur sem þar eru og setja ofan í skúffu. Allt þarf að vera fullkomið.“ Beckham segist hafa reynt að hætta þessu, en hann geti það ekki. Félagar sínir í Real Madrid hafi ekki vitað um þetta, en strákarnir í Manchester United hafi strítt sér út af þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes