Mýrin fékk flest Edduverðlaun

Baltasar Kormákur og aðrir aðstandendur Mýrinnar taka við Eddunni.
Baltasar Kormákur og aðrir aðstandendur Mýrinnar taka við Eddunni. mbl.is/Eggert

Kvikmyndin Mýrin, sem Baltasar Kormákur gerði eftir skáldsögu Arnaldar Indriðasonar, fékk flest Edduverðlaun á verðlaunahátíð Íslensku kvikmynda-og sjónvarpsakademíunnar í kvöld. Mýrin var valin kvikmynd ársins, Baltasar var valinn leikstjóri ársins og Ingvar E. Sigurðsson og Atli Rafn Sigurðarson voru verðlaunaðir fyrir leik. Mugison fékk verðlaun fyrir tónlist í myndinni og einnig fyrir tónlist í myndinni A Little Trip to Heaven.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti Magnúsi Scheving heiðursverðlaun Íslensku kvikmynda-og sjónvarpsakademíunnar fyrir frumkvöðlastarf hans við sjónvarpsþættina um Latabæ. Magnús kom á svið gangandi á höndum til að þakka fyrir sig.

Listinn yfir Edduverðlaunin er eftirfarandi:

Kvikmynd ársins
Mýrin

Leikstjóri ársins
Baltasar Kormákur fyrir Mýrina

Leikari ársins
Ingvar E. Sigurðsson fyrir Mýrina

Leikari ársins í aukahlutverki
Atli Rafn Sigurðarson, Mýrin

Handrit ársins
Börn eftir Ragnar Bragason.

Hljóð og tónlist
Mugison fyrir tónlist í Mýrinni og A Little Trip to Heaven.

Útlit myndar
Óttar Guðnason fyrir kvikmyndatöku í A Little Trip to Heaven

Stuttmynd ársins
Anna og skapsveiflurnar

Heimildarmynd ársins
Skuggabörn

Sjónvarpsþáttur ársins
Kompás

Skemmtiþáttur ársins
Jón Ólafs

Leikið sjónvarpsefni ársins
Stelpurnar

Vinsælasti sjónvarpsmaður ársins
Ómar Ragnarsson

Hvatningarverðlaun Landsbankans voru veitt fyrir stuttmyndina Presturinn djákninn og brúðguminn.

Myndasyrpa frá hátíðinni

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes