Handteknir fyrir að daðra við stúlkur

Frá hinni helgu borg Mekka í Sádi-Arabíu.
Frá hinni helgu borg Mekka í Sádi-Arabíu. Reuters

Tæplega 60 ungir karlmenn hafa verið handteknir fyrir að daðra við stúlkur í verslunarmiðstöð í Mekka. Saksóknaraembættið hefur hafið rannsókn á málinu.

Mennirnir eru sakaðir um að hafa klætt sig með ósæmilegu hætti, leikið háværa tónlist og dansað í því augnamiði að ná athygli stúlknanna. Frá þessu greindi dagblaðið Saudi Gazette.

Mennirnir voru handteknir að beiðni sérstakrar nefndar sem hefur það verkefni að stuðla að skírlífi og koma í veg fyrir ódyggð, að því er segir á vef breska ríkisútvarpsins.

Siðferðislögreglan (mutaween) framfylgir þessum lögum.

Skemmst er frá því að segja þegar yfirvöld í Sádi-Arabíu bönnuðu sölu á rauðum rósum og öðru sem tengist Valentínusardeginum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes