Telja jólasveininn of feitan

Jólasveinninn í öllu sínu veldi
Jólasveinninn í öllu sínu veldi Reuters

Spænsk börn telja jólasveininn of feitan og að hann eigi að fara í megrun. Þau eru einnig á því að hann eigi að sleppa sleðanum og ferðast frekar um á fjórhjóladrifnum bíl eða vélhjóli.

Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun sem 4.000 börn á aldrinum 4-12 ára tóku þátt í á netinu á vegum sjónvarpsstöðvarinnar Jetix.

53% þeirra sem tóku þátt töldu jólasveininn of feitan og 59% töldu að hann ætti að snúa sér að heilsusamlegri mat eða fara í líkamsrækt til þess að grennast. Mörg þeirra töldu að fararskjóti jólasveinsins væri gamaldags og að sleðinn færi of hægt til þess að útdeila gjöfum um alla jörðina.

Hins vegar voru flest þeirra sátt við einkennisbúning jólasveinsins og einungis 21% barnanna töldu að hann ætti að skipta út rauða búningnum fyrir skyrtu og gallabuxur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes