Viggo Mortensen sýnir í Ljósmyndasafni Reykjavíkur

Viggo Mortensen er m.a. tilnefndur til Óskarsverðlauna í ár.
Viggo Mortensen er m.a. tilnefndur til Óskarsverðlauna í ár. AP

Leikarinn danskættaði Viggo Mortensen, sem hlaut heimsfrægð sem Aragorn í kvikmyndunum um Hringadróttinssögu og er nú orðaður við Óskarsverðlaun fyrir kvikmyndina Eastern Promises, heldur sýningu á ljósmyndum í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í sumar. Sýningin verður opnuð 31. maí og kallast Skógarbúar – eða Skovbo á dönsku.

Mortensen er ekki einhamur í listinni. Auk þess að vera vinsæll kvikmyndaleikari hefur hann gefið út ljóðabækur, samið tónlist og haldið sýningar á málverkum og ljósmyndum. Þá hefur hann gefið út einar fimm ljósmyndabækur. Mortensen hefur heimsótt Ísland nokkrum sinnum á síðustu árum og gaf fyrir nokkrum misserum út bók um Georg Guðna Hauksson myndlistarmann.

Má búast við örtröð

Eftir að hafa séð sýningu með ljósmyndum Mortensens í Brandts-safninu í Óðinsvéum árið 2004 ákvað María Karen Sigurðardóttir, forstöðumaður Ljósmyndasafnsins, að falast eftir sýningu með verkum hans.

„Hann útbýr sérsýningu fyrir okkur,“ segir María Karen. „Þetta eru myndir af náttúrunni, teknar hér á landi og annars staðar.“

Fyrst var hún í sambandi við umboðsmann Mortensens en nú hafa þau verið í beinu sambandi. „Hann er mjög notalegur maður. Undirbúningurinn gengur vel fyrir sig, hann er greinilega mjög vel skipulagður.

Mortensen segist vilja selja myndirnar á lágu verði en ágóðinn mun renna til Náttúruverndarsamtaka Íslands. Hann hefur mikinn áhuga á að efla náttúruvernd.“

María Karen segir að tölvupóstur sé farinn að berast á safnið með fyrirspurnum um sýninguna og frá fólki sem hefur áhuga á að komast á opnunina.

„Í síðustu viku var ég á fundi með forstöðumönnum ljósmyndasafna á Norðurlöndum og forstöðumaður Brandts spurði hvort ég væri búin að láta lögregluna vita af sýningunni,“ segir María Karen og hlær. „Hann sagði það mikilvægt, því stór hópur fylgdi Mortensen eftir. Það mætti búast við mikilli örtröð.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes