Gordon Ramsey veiðir lunda

Gordon Ramsay
Gordon Ramsay

Þeim brá heldur í brún kokkunum á Lækjarbrekku þegar þeir heyrðu af því að breski sjónvarpskokkurinn með sorakjaftinn, Gordon Ramsey, væri á leið til þeirra. Ramsey er hér til þess að taka upp þátt fyrir næstu seríu af þætti sínum The F Word en í honum ferðast hann á milli staða til þess að kynna sér hin ýmsu lostæti. Íslenski lundinn þykir sérstakur á heimsvísu og því kannski ekki undarlegt að Ramsey vilji kynnast fuglinum betur.

Kokkurinn valdi Lækjarbrekku fyrir þátt sinn af þeim stöðum höfuðborgarinnar er bjóða upp á lundann á matseðli sínum. Þangað mætti hann með sex manna tökulið og lét svo opna staðinn fyrir sig sérstaklega í gær fyrir hádegi til þess að klára tökur áður en hann rauk af stað til Vestamannaeyja.

„Hann ætlar víst að reyna að veiða sér lunda sjálfur úti í eyjum,“ segir Sævar Pálsson, kokkanemi á Lækjarbrekku. „Hann kom hingað og við settum upp fyrir hann lundaveislu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes