Græðgi er góð - II. hluti

Hrun fjármálamarkaðanna í heiminum kann að marka endalok ofurkaupaukanna og moldríku bankamannanna en í þeim svifum snýr hann aftur,  Gordon Gekko, hinn mikli meistari alheimsins.

Að sögn The Times hefur 20th Century Fox kvikmyndaverið sett í flýtimeðferð framleiðslu á framhaldsmynd kvikmyndarinnar Wall Street, lofgjörð hins ómengaða kapítalisma frá árinu 1987.

Græðgin er hins vegar ekki góð lengur og framhaldsmyndin mun færa Gekko inn í umhverfi hins óvænta og óstöðuga fjármálamarkaðs nútímans. Michael Douglas, sem fékk Óskarsverðlaunin fyrir aðalhlutverkið í mynd Oliver Stone, er sagður vera að fara yfir handritið að nýju myndinni til að meta hvort hann leggi í það öðru sinni að blása lífi í þennan alræmda glæframann.

Í upphaflegu myndinni var Gekko einn af stórköllunum á Wall Street, sem komst yfir óheyrilegar fúlgur fjár með því að kaupa fyrirtæki, strípa þau eigum og selja síðan.

Gekko varð táknmynd hinnar eftirlitslausu rísandi stéttar bankamanna á níunda áratugnum og mörg kaldranaleg tilsvör hans hafa lifað góðu lífi fram á þennan dag. „Hádegisverður er fyrir veimiltítur“, er til að mynda eitt þeirra.

Segja má að persóna Gekko eigi sér einungis jafninga í frægri sögu Tom Wolf „Bonfire of the Vanities“ ( seinna kvikmynduð af Brian de Palma) í því að draga fram ástríður og ákefðina á bak við ris Wall Street á þessum tíma.

Peningar sofa aldrei

Frammi fyrir troðfullum sal lafhræddra hluthafa fer Gekko með þessa margfrægu þulu: „Staðreyndin er, dömur mínar og herrar, að græðgi - vegna þess að betra orð vantar - er góð. Græðgi hæfir, græðgi virkar. Græðgi skýrir, sker í gegn og grípur kjarnann í þróun andans. Græðgi, í öllum sínum myndum; græðgi fyrir lífi, fyrir peningum, fyrir ást, er þekking sem markað hefur uppsveiflu mankyns.“

Hlutverk Gekko kom að segja má Michael Douglas á kortið í Hollywood en hann tók það heldur óstinnt upp í síðasta mánuði þegar hann var á blaðamannafundi spurður af blaðamanni: „Ertu að halda því fram, Gordon, að græðgi sé góð?“

„Það sagði ég ekki", hvæsti Douglas á móti. „Og ég heiti ekki Gordon. Hann var karakter sem ég lék fyrir 20 árum.“

Eftir er að sjá hvort hann slær til og fer á ný með hlutverk Gekko í myndinni sem hefur fengið heitið Money Never Sleeps eða Peningar sofa aldrei og nú er á undirbúningsstigi.  Allan Loeb skrifar handritið en framleiðandinn er sá hinn sami og framleiddi Wall Steet, Edward R. Pressman.

Söguþráðurinn mun snúast um Gekko að reyna að aðlagast umróti efnahagslíf okkar daga eftir að hafa verið leystur úr fangelsi fyrir fjármálaglæpi sína á níunda áratugnum.

Græðgi er góð með Michael Douglas

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er ekkert sem heitir að þú verður að taka til á skrifborðinu þínu og klára öll þau verk sem þú hefur tekið að þér. Láttu fólk sýna ábyrgð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er ekkert sem heitir að þú verður að taka til á skrifborðinu þínu og klára öll þau verk sem þú hefur tekið að þér. Láttu fólk sýna ábyrgð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir