Fríar ferðir á Hróarskelduhátíð fyrir Íslendinga?

Íslendingar eru jafnan duglegir við að sækja Hróarskelduhátíðina.
Íslendingar eru jafnan duglegir við að sækja Hróarskelduhátíðina.

Skipuleggjendur Hróarskelduhátíðarinnar í Danmörku eru nú að kanna möguleika á að bjóða Íslendingum og Svíum fríar ferðir til og frá hátíðinni í sumar. Segja þeir að annars megi búast við að gestum frá þessum löndum fækki mikið og við því megi hátíðin ekki.

Gengi bæði íslensku og sænsku krónunnar hefur lækkað mikið á undanförnum mánuðum sem þýðir, að ferðalag til Hróarskeldu er orðið verulega dýrt. 

„Við getum ekki lækkað miðaverðið sérstaklega fyrir Svía og Íslendinga því salan fer fram á netinu. Í staðinn höfum við haft samband við ferðaþjónustur, flugfélög og rútufyrirtæki, og spurt hvort hægt sé að gera samninga við þær um að flytja tónleikagesti til hátíðarinnar án endurgjalds," segir  Esben Danielsen, talsmaður Hróarskelduhátíðarinnar, við blaðið.

Hann segir að sænska rútufyrirtækið Swebus hafi tekið þessum tilmælum vel og sé tilbúið að bjóða afar lágt fargjald fyrir þá Svía sem vilja halda til Hróarskeldu í sumar. Markmiðið sé hins vegar að reyna að bjóða upp á ókeypis ferðir.

Það munar um gestina frá Svíþjóð og Íslandi. Að jafnaði seljast um 75 þúsund miðar á Hróarskelduhátíðina. Þar af kaupa Svíar 5-10 þúsund miða og Íslendingar um 2000 miða.

„Við teljum að það verði erfitt að selja svona marga miða til Svíþjóðar og Íslands í ár. Við því erum við að bregðast og reynum að tryggja að það seljist að minnsta kosti 65 þúsund miðar," segir Danielsen.

Venjulega er miðað við að selja þurfi 70 þúsund aðgöngumiða til að hátíðin standi undir sér. Nú á að draga úr kostnaði þannig að 65 þúsund miðar nægi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes