STEF undirbýr herferð gegn niðurhali á tónlist

Bubbi Morthens er einn þeirra sem hefur kallað eftir aðgerðum …
Bubbi Morthens er einn þeirra sem hefur kallað eftir aðgerðum gegn niðurhali á tónlist á netinu mbl.is/Einar Falur

„Við erum að ráðgera herferð í samstarfi við Bubba og fleiri flytjendur þar sem við ætlum að vekja athygli á málinu,“ segir Jakob Frímann Magnússon, formaður STEFs, Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar, þegar hann er inntur eftir viðbrögðum við ummælum Bubba Morthens í Morgunblaðinu í gær. Þar kallaði Bubbi eftir aðgerðum gegn niðurhali á tónlist á netinu, og sagði meðal annars að hann væri að íhuga að hætta að gefa út plötur ef fólk hætti ekki að sækja þær á netið án þess að greiða fyrir.

„Það er mikill vilji meðal lykilaðila í stéttinni að gera átak í þessu, að stemma stigu við þessu niðurhali. Það gleymdist kannski að ala upp nokkrar kynslóðir af æsku þessa lands, kynslóðir sem hafa aldrei fengið á tilfinninguna að það sé neitt athugavert við þetta,“ segir Jakob Frímann um málið. „Þannig að við ætlum að vekja athygli fólks á því að þarna er verið að taka ófrjálsri hendi lögbundinn eignarrétt annarra. En svo eru líka að hefjast viðræður við net- og símafyrirtækin um þeirra aðkomu að þessu.“

Lögum samkvæmt er ólöglegt að dreifa tónlist á netinu, en hins vegar er ekki ólöglegt að hala henni niður. Aðspurður segir Jakob Frímann að STEF ætli ekki að beita sér fyrir lagabreytingu hvað þetta varðar. „Við unnum nú nýverið mál gegn torrent.is, það er nýjasta dæmið um að samstöðumátturinn er fyrir hendi þegar á reynir. En ég held að það sé meiri þörf á vitundarvakningu í þessum efnum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes