Ragnheiður Gröndal hleypur í skarðið fyrir Lay Low

Ragnheiður Gröndal
Ragnheiður Gröndal Morgunblaðið/Sverrir

 „Þetta er ótrúlega spennandi,“ segir söngkonan Ragnheiður Gröndal sem hefur tekið að sér að syngja í leikverkinu Ökutímum sem frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu hinn 2. maí nk.

Verkið var sett upp hjá Leikfélagi Akureyrar á síðasta ári, og var þá tónlistarkonan Lay Low fengin til að semja tónlist fyrir verkið og flytja hana á sviði. Tónlistin fékk mjög góða dóma og hlaut Lay Low Grímuverðlaunin fyrir hana. Lay Low á hins vegar ekki heimangengt að þessu sinni, enda er hún bundinn vegna útgáfusamnings erlendis. Ragnheiður var því fengin til að taka við keflinu.

„Ég geng bara inn í hlutverk Lay Low og syng hennar lög. Svo ætlum við líka að taka eitt lag upp, sem við syngjum saman. Lagið heitir einmitt „Saman“ og er í sýningunni,“ segir Ragnheiður, en ekkert hefur enn verið ákveðið varðandi útgáfu á laginu. „Við vildum bara gera eitthvað skemmtilegt að þessu tilefni, fyrst ég er að taka við af henni,“ útskýrir Ragnheiður.

Auk tónlistar eftir Lay Low eru nokkur lög eftir bandarísku sveitasöngkonuna Dolly Parton flutt í verkinu. Nýjar útgáfur voru unnar af þessum lögum fyrir sýninguna í fyrra og þá söng Lay Low í stað Dolly og mun Ragnheiður nú túlka lög Dolly á sinn hátt. Leikstjóri Ökutíma er María Reyndal og með aðalhlutverkin fara Þröstur Leó Gunnarsson og Kristín Þóra Haraldsdóttir. Góður rómur hefur verið gerður að sýningunni en hún hlaut nokkrar tilnefningar til Grímuverðlauna en auk Lay Low fékk Þröstur Leó Grímuverðlaun fyrir leik sinn í sýningunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren