Dóttir Tysons látin

Hnefaleikakappinn Mike Tyson
Hnefaleikakappinn Mike Tyson Reuters

Fjögurra ára dóttir bandaríska hnefaleikarans Mike Tysons lést í gær eftir að hún flæktist í æfingatæki á heimili sínu í Phoenix í Arisona á mánudag.

Stúlkan, sem hét Exodus, slasaðist er hún var að leika sér á stigbretti, sem er í einu herbergi hússins. Hún virðist hafa flækst í rafmagnssnúru sem vafðist um háls hennar. 7 ára gamall bróðir stúlkunnar kom að henni í gærmorgun og kallaði á móður sína, sem var í næsta herbergi. Móðirin losaði stúlkuna og gerði á henni lífgunartilraunir þar til bráðaliðar komu á staðinn. Hún var endurlífguð en lést síðar á sjúkrahúsi.

Tyson býr ekki í húsinu. Hann var í Las Vegas en kom til Phoenix í gær.

Lögregla segir ekkert benda til annars er að um slys hafi verið að ræða.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef maður stoppar og spyr sig hvort maður geti gert eitthvað eða ekki, er hætta á að tækifærið glatist. Allt á sér sinn stað og sína stund.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef maður stoppar og spyr sig hvort maður geti gert eitthvað eða ekki, er hætta á að tækifærið glatist. Allt á sér sinn stað og sína stund.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant