Settur sofandi um borð í lest

Gerl, sofandi í sófanum á lestarstöðinni.
Gerl, sofandi í sófanum á lestarstöðinni.

Nokkrir stríðnispúkar ákváðu nýverið að stríða aðeins félaga sínum, Gerle Kittler, eftir að hann sofnaði í sófanum í partýi sem þeir voru allir í.

Þeir tóku því sófann með hinum sofandi Gerle á og rúlluðu honum tæpa tvo kílómetra, að næstu lestarstöð og komu honum um borð í lest eftir að hafa keypt miða fyrir hann og sófann aðra leiðina.

Gerle vaknaði við það að lögreglan vakti hann og hafði ýmsar spurningar. Þá var hann staddur á annarri stöð, rúmum sex kílómetrum lengra í burtu.

,,Ég sef alltaf eins og steinn svo ég tók ekki eftir neinu fyrr en löggan hristi mig og spurði um skilríki. Mér fannst ég vera staddur í slæmri kvikmynd," segir Gerle.

Annað áfall kom þegar hann uppgötvaði að hann hafði ekkert reiðufé á sér og gemsinn hans var dauður.

,,Ég hljóp sex kílómetra heim og fór beint í rúmið," sagði hann.


mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu að gera nokkuð það sem getur valdið misskilningi um fyrirætlanir þínar. Aðeins vel upplýstur maður getur innt þau störf af hendi, sem þér eru falin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu að gera nokkuð það sem getur valdið misskilningi um fyrirætlanir þínar. Aðeins vel upplýstur maður getur innt þau störf af hendi, sem þér eru falin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg