Múslímar mótmæla stuðningsmannalagi Schalke

Stuðningsmenn Schalke gætu þurft að hætta syngja lagið „Blár og …
Stuðningsmenn Schalke gætu þurft að hætta syngja lagið „Blár og hvítur, hvað ég elska ykkur.“

Þýska knattspyrnufélaginu Schalke hafa borist hundruð tölvubréfa frá reiðum múslímum í kjölfar þess að tyrkneskir fjölmiðlar tóku til umfjöllunar lag stuðningsmanna liðsins. Í þriðja versi texta lagsins segir: „Múhameð var spámaður sem ekkert þekkti til fótbolta. En af öllum fallegum litum valdi hann blátt og hvítt.“ Búningar Schalke eru bláir og hvítir að lit.

Forsvarsmenn félagsins hafa farið sérfræðingi í málefnum íslam að fara yfir málið og taka til athugunar hvort lagið feli í sér móðgun við múslíma. Lögreglan í Gelsenkirchen, heimabæ Schalke, tekur kvartanirnar einnig mjög alvarlega.

Samkvæmt því sem kemur fram í þýskum fjölmiðlum var textinn saminn árið 1924, en óvíst er hvenær umræddri vísun í Múhameð var bætt inn í hann.

Klausan á þýsku er á þessa leið: „Mohammed war ein Prophet, der vom Fussballspielen nichts versteht. Doch aus all der schoenen Farbenpracht hat er sich das Blau und Weisse ausgedacht.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg