Salka gerir sér óleik

„Ég hef ekki hugmund um hvernig ég á að velja á milli!“ Salka Sól þjálfari í sjónvarpsþáttunum The Voice Ísland, sem sýndir eru í Sjónvarpi Símans, gerir sér lífið ekki auðvelt í næsta þætti sem fer í loftið í kvöld. Þar parar hún saman í einvígjum þáttanna tvær öflugar 17 ára söngkonur, þær Jónu Öllu Axelsdóttur og Alexöndru Dögg Einarsdóttur. Stelpurnar slógu báðar í gegn í blindprufum þáttanna þar sem þær fengu báðar fjögurra stóla snúning, allir þjálfararnir vildu fá þær í sitt lið.

„Það er gaman að þeim sé stillt upp á móti hvor annarri, lúkkandi eins og systur, verandi óvinir, þær eiga að reyna að toppa hina,“ sagði Arnar Freyr Frostason, aðstoðarþjálfari Sölku.

„Það flaug í gegnum hausinn á mér eftir flutninginn þeirra að ég hefði kannski ekki átt að para þær saman, en svona er leikurinn gerður,“ segir Salka. „Það var samt eiginlega ómögulegt að gera upp á milli. Það er svo gaman þegar svona skemmtilegir persónuleikar fléttast inn í svona mikla hæfileika, þá verður maður bara meyr.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes