Kærastinn lá undir grun

Hafsteinn Ezekíel Hafsteinsson mætti Sindra Snæ Konráðssyni í einvígjum sjónvarpsþáttanna The Voice Ísland, sem sýndir eru í Sjónvarpi Símans. Saman sungu þeir lagið Every Breath You Take með The Police. Báðir eru þeir í liði Helga Björns sem stóð upp og klappaði að flutningnum loknum, „ég er stoltur af þeim, þetta var æðislegt strákar!“ Frammi fyrir Helga stóð erfitt val en aðeins einn söngvari gat haldið sæti í liði hans. Helgi valdi Hafstein.

Kærastinn skráði hann í þáttinn

Hafsteinn fékk símtal og var boðin þátttaka í The Voice. Þegar á staðinn var komið var Hafsteinn fenginn í viðtal ásamt kærastanum sínum, Ólafi Helga Halldórssyni. Þar viðurkenndi Ólafur að hafa skráð Hafstein í þáttinn, án hans vitundar. „Hann lá undir grun en ég var efins fyrst hann var ekki búinn að gefa neitt upp, ég vissi ekkert um það fyrr en í viðtalinu.“ Ólafur tók þátt í fyrstu þáttaröð The Voice, eitt af því sem renndi stoðum undir grun Hafsteins var að hann sjálfur hafði skráð Ólaf í þáttinn árið áður.

Það kom Hafsteini ekki til hugar að taka þátt í fyrstu þáttaröðinni „ég leyfði honum bara að taka þátt og njóta þess, það kom mér ekki til hugar að taka þátt þá. Það verður einn að fá að skína í einu,“ bætti Hafsteinn við hlæjandi.

Sendi lag í forkeppni Eurovision

„Ég sem mikið af lögum en ég kann ekki á nein hljóðfærði svo ég kem þeim ekki frá mér. Ég hef reyndar samið eitt lag og tekið upp.“ Lagið sem Hafseinn valdi að taka upp sendi hann í undankeppni fyrir Eurovision, það varð reyndar ekki fyrir valinu sem framlag Íslands.

Áttatíu sýningar á einu ári

„Ég bjó í Noregi um tíma og var að koma fram með söngleikjahópi,“ segir Hafsteinn þegar talið berst að fyrri reynslu. Hann hóf störf hjá hópnum sem dansari en það breyttist fljótt. „Þegar ég var búinn að vera með þeim í tvo mánuði komust þeir að því að ég kynni að syngja, svo ég var allt í einu hálfur í því að dansa og hálfur í því að syngja, auk þess að þjálfa hina dansarana.“

Hafsteinn er ekki menntaður í söng. Hann ólst upp við mikla tónlist í Hvítasunnuhreyfingunni auk þess sem reynslan og sviðsframkoman í gegnum árin hefur kennt honum margt. Dvölin í Noregi gaf honum sérstaklega mikla reynslu. „Þetta voru 80 tónleikar á einu ári í Noregi og víðar í Evrópu, það má segja að ég hafi búið í bílnum!“

Eftir að hafa snúið heim til Íslands tók Hafsteinn m.a. þátt í uppfærslu Borgarleikhússins á Mary Poppins, „þegar ég var ráðinn inn í Mary Poppins var ég ráðinn inn sem söngvari sem þurfti að dansa líka.“

Helgi Björns harður

Það er margt sem kom Hafsteini á óvart við þátttökuna í The Voice, meðal annars fagmennskan við framleiðsluna og elja Helga Björns sem þjálfara. „Það er frábært hvernig Helgi kemur fram og hvernig hann vinnur. Hann hringir í mann og fylgist með og passar alveg að maður geri allt rétt. Það kom mér á óvart hvað hann leggur mikið á sig. Hann er líka harður, hann segir alveg ef eitthvað er ekki að ganga upp, er ekkert að dansa í kringum það. Ég hvet alla sem vilja fara út fyrir þægindarammann til að prófa að taka þátt, þetta er frábær lífsreynsla.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt að setjast niður og gera þér grein fyrir því, hvað það er sem þú raunverulega sækist eftir í lífinu. Leitaðu upplýsinga um það sem þú þarft að fá að vita.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt að setjast niður og gera þér grein fyrir því, hvað það er sem þú raunverulega sækist eftir í lífinu. Leitaðu upplýsinga um það sem þú þarft að fá að vita.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav