Helgi Björns: „Salurinn var að elska ykkur“

„Þið voruð æðislegar stelpur, salurinn var að elska ykkur. Ógeðslega ánægður með ykkur,“ sagði Helgi Björns eftir söng-einvígi Lindu Hartamannsdóttur og Töru Sifjar Þrastardóttur. Helgi er þjálfari þeirra beggja í sjónvarpsþáttunum The Voice Ísland sem sýndir eru í Sjónvarpi Símans.

Linda og Tara sungu lagið Love Me Like You Do með Ellie Golding, þjálfurunum þótti flutningurinn góður og voru ekki sammála um hvor ætti skilið að sigra.

„Þetta var virkilega vel gert, þetta fór hægt af stað en þegar það náði hæðum varð þetta alveg geggjað,“ sagði Salka Sól eftir flutninginn. „Í byrjun þá hugsaði ég Tara, með husky flotta rödd. Svo komst þú [Linda] inn í viðlagið þá var ég bara, nei það er hún, og aftur nei það er hún, og ég bara gat ekki ákveðið mig hvern ég myndi velja. Báðar með ótrúlega styrkleika á sitt hvoru sviðinu. Svo fórst þú [Linda] upp í einhverja flaututóna og þegar ég heyrði það þá sagði ég, ok Linda, svo ég segi Linda.“

Svala Björvins var ekki á sama máli. „Ef ég ætti að velja á milli, ég var að tengja mikið við Töru og hennar rödd svo ég segi Tara.“

Unnsteinn var aftur á móti sammála Sölku. „Ég segi Linda, þessi stjórn á þessum háu tónum, mér fannst það magnað, virkilega vel gert.“

Salka, Svala og Unnsteinn gefa bara álit sitt á flutningnum, Helgi Björns sá um að velja hvaða söngkona héldi sæti í hans liði. „Ég myndi mjög gjarnan til í að hafa ykkur báðar með mér og ég langar mikið til í að vinna með ykkur báðum áfram. En ég segi Linda.“ Eftir að þær höfðu gengið af sviðinu bætti Helgi við. „Hún loksins kom með það sem ég var búinn að bíða eftir, hún er búin að vera feimin við að hleypa sér út. Það er svo mikið þarna fyrir innan sem ég held að eigi eftir að koma fram.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes