Dómari: „Ég vona að þú deyir!“

John McBain, dómari í málinu
John McBain, dómari í málinu Mynd/Fox

„Ef dauðarefsing væri í gildi í þessu ríki, þá værir þú á leiðinni í rafmagnsstólinn,“ sagði John McBain, dómari í máli Camiu Gamet, konu sem dæmd var fyrir kaldrifjað morð á kærasta sínum. Dómarinn hreytti þessum orðum út úr sér þegar Gamet fór að hlæja í miðri frásögn frænku fórnarlambsins, sem sat grátkvalin í vitnastúkunni. 

Þegar frænka fórnarlambsins hafði lokið máli sínu fór Gamet aftur að hlæja og spurði upphátt: „Var þetta allt og sumt?“ Dómarinn sagði þá við Gamet: „Nú þegir þú eða ég læt líma límband fyrir munninn á þér. Þú stakkst manninn. Þú sýndir enga miskunn, þú stakkst og stakkst og stakkst þar til hann drapst.“ Dómarinn lauk svo máli sínu með orðunum: „Ég er sammála fjölskyldu fórnarlambsins, ég vona að þú deyir í fangelsi. Ef dauðarefsing væri í gildi í þessu ríki, þá værir þú á leiðinni í rafmagnsstólinn.“

Hér má sjá myndband af viðbrögðum dómarans

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes