Forseti Íslands axlarbrotinn eftir að hafa fallið af hestbaki

Brynjólfur Mogensen, forstöðulæknir á slysa- og bráðasviði Sjúkrahúss Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, axlarbrotnaði illa á vinstri öxl er hann féll af hestbaki í Landsveit í dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti forsetann um klukkan átta í kvöld og flutti hann á Sjúkrahús Reykjavíkur.

Brynjólfur Mogensen, forstöðulæknir á slysa- og bráðasviði Sjúkrahúss Reykjavíkur, sagði í samtali við Morgunblaðið skömmu fyrir miðnættið að forsetinn yrði á sjúkrahúsinu í nótt. Ákveðið hefði verið að gera ekki aðgerð á öxl forsetans að svo stöddu og tíminn yrði að leiða í ljós hvort þörf yrði á aðgerð. Róbert Trausti Árnason, forsetaritari, sagði í samtali við Morgunblaðið að forsetinn hefði verið í útreiðartúr síðdegis austur á Leirubakka í Landsveit þegar hesturinn hefði hnotið og kastað honum af baki. Forsetinn hefði brotnað illa á vinstri öxl og hefðu kringumstæður verið þannig að ákveðið hefði verið að fá þyrlu Landhelgisgæslunnar til að flytja hann á Sjúkrahús Reykjavíkur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert