Fritzl: „Vissi að þetta var rangt af mér“

Josef Fritzl í fríi í Thaílandi.
Josef Fritzl í fríi í Thaílandi. AP

Josef Fritzl segist hafa gert sér fulla grein fyrir því að það sem hann var að gera væri rangt, og að hann „hlyti að hafa verið brjálaður,“ að því er haft var eftir honum í dag.

Fritzl hefur játað að hafa haldið dóttur sinni fanginni í 24 ár í kjallara heimilis þeirra í Austurríki og átt með henni sjö börn.

Verjandi Fritzl hafði eftir honum í austurrísku tímariti í dag að hann hafi reynt að sjá fyrir leynifjölskyldu sinni í kjallaranum, borið þangað blóm handa dóttur sinni og mjúkdýr og bækur handa börnunum.

Fritzl situr í fangelsi í St. Poetzl.

„Ég gerði mér alltaf ljóst, þessi 24 ár, að það sem ég var að gera var rangt, að ég hlyti að vera brjálaður fyrst að ég gerði svonalagað,“ er haft eftir Fritzl. „Ég reyndi eftir fremsta megni að sjá fjölskyldu minni í kjallaranum farborða.“ 

Fritzl hefur ennfremur greint frá því að hann hafi fangelsað dóttur sína vegna þess að hún hafi hætt að hlýta öllum reglum þegar hún komst á kynþroskaaldur.

Eftir að hann lokaði hana inni íhugaði hann oft að sleppa henni, en óttaðist að hann yrði handtekinn og að fólk kæmist á snoðir um hvað hann hefði gert.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert